Gaflarinn á morgun – glæsilegt mót í Frjálsíþróttahúsinu í Kaplakrika fyrir 10 til 14 ára

Tímaseðil verður að finna í mótaforritinu, sem drög og getur tekið breytingum þegar endanleg þátttaka liggur fyrir – sjá einnig hér
 
Skráningargjöld:
 
Í flokknum 10 ára er skráningargjaldið 1500 kr. á hvern keppanda óháð fjölda greina, heimilt er fyrir keppendur í þessum flokki að skrá sig í 400 m hlaup með 11-12 ára.
 
Í flokkum 11 til 12 ára er skráningargjaldið 2000 kr. á hvern keppanda óháð fjölda greina.
 
Í flokkum 13 og 14 ára er skráningargjaldið 2500 kr. á hvern keppanda óháð fjölda greina.
 
Keppnin: Allir keppendur fá 4 stökk/köst (langstökk/kúluvarp).
 
Í skutlukasti hjá 10 ára eru 3 köst og er lengsta kastið mælt.
 
Langstökk 11-12 ára: 50 cm stökksvæði Hlaup: Í 60 m hlaupi komast þeir einstaklingar sem eru með 8 bestu tímana í úrslitahlaup, í öðrum hlaupum ræður tími úrslitum.
 
Yngstu keppendurnir hefja keppni fyrst og ljúka keppni fyrst.
 
Verðlaun: Í flokki 10 ára fá allir verðlaunapening, í öðrum flokkum fá fyrstu þrír í hverri grein verðlaunapening og verða verðlaunin afhent fljótlega eftir hverja grein.
 
Veitingasala verður á staðnum á meðan á keppninni stendur.
 
Verið velkomin í Hafnarfjörðinn.
 
Frekari upplýsingar gefur Sigurður Haraldsson, siggih@hafnarfjordur.is
 
 

FRÍ Author