Gaflarinn inni 2015 – glæsilegt mót í Kaplakrika – 341 persónuleg bæting á mótinu

 Gaflarinn er barna- og unglingamót FH, Mótið sem var fyrstu árin haldið utanhúss í lok sumars var breytt í haustmót eftir að frjálsíþróttahús FH-inga var vígt í fyrra. Mótið hefur vaxið og dafnað vel og er greinilega kærkomin viðbót í innanhúsmót þessa aldursflokks því í fyrra kepptu á mótinu 191 íþróttamaður en í ár voru 341 íþróttamaður skráður til keppni frá 22 félögum og má því ætla að ríflega 600 manns hafi verið saman komnir í höllinni yfir daginn. Fjölmennasta keppnisliðið kom frá FH-ingum eða alls 90 keppendur. Mjög góður árangur náðist á mótinu og var keppnisgleðin allsráðandi. Ljóst er að frjálsar íþróttir eru í mikilli sókn og mátti sjá marga framtíðar landsliðsmenn við keppni í Kaplakrikanum. Eitt aldursflokkamet var slegið en það gerði sveit 13 ára drengja frá Selfossi sem hljóp 4x200m boðhlaup á 1:52,62 og bætti gamla metið um rúmlega 2 sekúndur. Frjálsíþróttadeild FH þakkar öllum keppendum og foreldrum sem og starfsmönnum og sjálfboðaliðum fyrir ánægjulegt mót og hlakkar til mótsins að ári.

FRÍ Author