Fyrsti Ólympíuhópur FRÍ 2012 skipaður

Íþrótta- og afreksnefnd FRÍ hefur valið Ólympíuhóp FRÍ 2012. Eftirtaldir 13 íþróttamenn skipa fyrsta hópinn fyrir Ólympíuleikana í London árið 2012:
 
* Ásdís Hjálmsdóttir, Ármanni – spjótkast – 59,80m
* Chelsea Kristina Birgisdóttir Sveinsson, ÍR – 800m hlaup 2:08,46sek
* Hafdís Sigurðardóttir, HSÞ – langstökk – 5,93m
* Helga Margrét Þorsteinsdóttir, Ármanni – sjöþraut 5524stig og hástökk 1,72m
* Jóhanna Ingadóttir, ÍR – langstökk 5,99m (innanhúss)
* Kristín Birna Ólafsdóttir, ÍR – sjöþraut 5342stig, 100m grindahlaup 14,01sek og 400m grindahlaup 58,82s
* Sigrún Fjeldsted Sveinsdóttir, FH – spjótkast 51,92m
* Bergur Ingi Pétursson, FH – sleggjukast 74,48m
* Björgvin Víkingsson, FH – 400m grindahlaup 51,17sek
* Kári Steinn Karlsson, Breiðablik – 1500m hlaup 3:51,15mín , 5000m hlaup 14:07,13mín og 10000m hlaup 29:28,05mín
* Magnús Aron Hallgrímsson, Breiðablik – kringlukast 54,01m
* Óðinn Björn Þorsteinsson, FH – kúluvarp 19,20m og kringlukast 60,29m
* Sigurbjörn Árni Arngrímsson, HSÞ – 800m hlaup 1:51,53mín
 
Þá náðu þær Silja Úlfarsdóttir, FH – 400m grindahlaup 58,90sek og Þórey Edda Elísdóttir, FH
– stangarstökk 4,30m einnig viðmiði ársins, en þær óskuðu eftir að taka ekki þátt í þessu verkefni.
Þær hafa um árabil verið í hópi okkar sterkustu afrekskvenna, en eru nú að draga sig í hlé.
Eins og sjá má á þessum lista eru þarna í bland við gamalreynda afreksmenn nokkrir bráðungir
íþróttamenn að ná glæsilegum árangri. Það verður spennandi að fylgjast með hverjir af þess
um íþróttamönnum ná alla leið á Ol 2012 í London.
Ol 2012 viðmiðin má sjá hér á síðunni undir landsliðsmál. Þau virka þannig að ná þarf viðmiði ársins til að
komast inn í hópinn. Þau sem hér að ofan eru nefnd hafa aðeins tryggt sér sæti í hópnum á næsta ári.
Að ári sjáum við svo hverjir ná að halda sér inni með afrekum sínum og eins hverjir nýjir koma inn í hópinn.
Því hópurinn er opinn fyrir alla sem viðmiði ársins ná, ekki er nauðsynlegt að komast inn í hópinn á fyrsta ári (2008).
Það er von okkar að þetta verkefni skili okkur árangri og sem flestir afreksmenn nái lágmarki fyrir Ólympíuleikana í London árið 2012.
 
Fh. Íþrótta- og afreksnefndar FRÍ
Gunnar Sigurðsson

FRÍ Author