Fyrsti keppnisdagur á Smáþjóðaleikunum á Kýpur í dag

Smáþjóðaleikarnir voru settir á Kýpur í gær og í dag er fyrsti keppnidagur leikana. Frjálsíþróttakeppnin hefst kl. 17:00 að staðartíma eða kl. 14:00 að íslenskum tíma.
Fysta keppnisgrein dagsins er sleggjukast karla, þar sem Bergur Ingi Pétursson keppir fyrir Íslands hönd.
Aðrar keppnisgreinar á leikunum í dag eru:
Karlar:
100m: Magnús Valgeir Gíslason og Kristinn Torfason.
400m: Trausti Stefánsson.
800m: Þorbergur Ingi Jónsson.
5000m: Kári Steinn Karlsson.
Hástökk: Einar Daði Lárusson.
Stangarst.: Einar Daði Lárusson.
Spjótkast: Jón Ásgrímsson.
Konur:
100m: Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir og Linda Björk Lárusdóttir.
800m: Arndís Ýr Hafþórsdóttir.
10.000m: Fríða Rún Þórðardóttir.
Þrístökk: Jóhanna Ingadóttir og Ágústa Tryggvadóttir.
Spjótkast: Ásdís Hjálmsdóttir og Helga Margrét Þorsteinsdóttir.
 
Keppnin í dag stendur frá kl. 14:00-17:20 að íslenskum tíma.
Heimasíða leikana er: www.cyprus2009.org.cy

FRÍ Author