Fyrsti keppnisdagur á EM U18

Fyrsta keppnisdegi er lokið á EM U18 í Ungverjalandi með góðum árangri hjá okkar keppendum.

Elísabet Rut Rúnarsdóttir hóf keppni í sleggjukasti þar sem hún varð 6. í undankeppninni með kast uppá 63,84 metra. Það skilar henni í úrslitin sem fara fram á morgun.
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir hljóp í undanrásum í morgun á tímanum 11,88 sek sem kom henni í undanúrslit. Þar hljóp hún á 11,70 sek, aðeins 0,02 sek frá sínum besta árangri. Hún var 4. inn í úrslit sem fara fram á morgun.
Birna Kristín Kristjánsdóttir var óheppin í langstökkinu. Fyrstu tvö stökkin hennar voru löng en rétt svo ógild. Í þriðja stökkið hennar var 5,48 metrar í miklum mótvindi. Hún hefur því lokið keppni á mótinu.
Valdimar Hjalti Erlendsson kastaði lengst 52,12 metra í kringlukasti og keppir í úrslitum á morgun.
Tímaseðill morgundagsins er eftirfarandi (allt á íslenskum tíma):
  • Helga Margrét Haraldsdóttir, undankeppni í kúluvarpi klukkan 10:12
  • Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, fyrsta umferð í 200 metrum klukkan 15:35
  • Valdimar Hjalti Erlendsson, úrslit í kringlukasti klukkan 16:20
  • Elísabet Rut Rúnarsdóttir, úrslit í sleggjukasti klukkan 17:57
  • Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, úrslit í 100 metrum klukkan 18:09

 

Fleiri úrslit og tímaseðil má finna hér
Beina útsendingu frá mótinu má finna hér