Fyrsta mannvirkjaþing FRÍ 10. febr. nk.

Fulltrúi frá Reykjavíkurborg kynnir hugmyndir borgarinnar um uppbyggingu frjálsíþróttamannvirkja í höfuðborginni. Aðrir frummælendur kynna sjónarmið íþróttafélaga, þjálfara og íþróttamanna, um þarfir iðkenda og annarra sem koma að frjálsum íþróttum.  Til umræðu verður auk þess nýting mannvirkja, samstarf íþróttafélaga og sveitarfélaga og nauðsyn góðrar samvinnu aðila um bæði nýtingu og uppbyggingu mannvirkja um fjrálsíþróttir.
 
FRÍ stefnir að því að halda fleiri ráðstefnur af þessu tagi í framtíðinni og því er þessi hugsuð sem upphafið að víðtækari umræðu um frjálsíþróttamannvirki.
 
Dagskrá ráðstefnunnar er hægt að sjá hér, en miðað er við að hún hefjist kl. 13 og ljúki síðdegis
 
Til ráðstefnunnar verður boðið öllu áhugafólki um málefnið, innan sem utan frjálsíþróttahreyfingarinnar, fulltrúum stjórnkerfis ríkis og sveitarfélaga, fjölmiðlum o.fl. Nánari upplýsingar verða sendar út síðar.
 
Þátttaka tilkynnist til skrifstofu Frjálíþróttasambandsins í síma 514-4040 eða á netfang þess: fri@fri.is

FRÍ Author