Fyrsta keppnisdegi lokið á Smáþjóðaleikunum

Miðvikudagurinn 1.júní rann upp ekki sólríkur heldur rigningarlegur – gott fyrir okkur Íslendingana 🙂
 
Einar Daði Lárusson gaf tóninn og fékk brons í stangarstökki með 4,60m sem er 30cm bæting.
 
Undanriðlar í 100m kvenna komu í kjölfarið þar sem Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir og Hafdís Sigurðardóttir komust báðar í úrslit.  Þær hlupu báðar á sínum bestu tímum,  Hrafnhild átti 12,33 og hljóp á 12,09 í úrslitum og lenti í 5. sæti og var aðeins 8/100 frá því að komast á verðlaunapall.  Hafdís átti 12,48 og hljóp á 12,15 í úrslitum og lenti í 6. sæti.  Vindmæling í hlaupinu var 1,8m/sek í meðvind.
 
Í undanriðlum í 100m karla náði Kristinn Torfason að tryggja sig inn í úrslit með hlaupi uppá 11,02 og Ívar Kristinn Jasonarson (í sinni fyrstu landsliðsferð A-landsliðs) hljóp á 11,09 í undanriðli en hann bætti sig um 26/100 sem er frábær árangur í hans fyrstu keppni.
 
Sveinbjörg Zophoníasdóttir keppti í hástökki og gerði sér lítið fyrir og náði bronsverðlaunum en keppnin var mjög hörð.  Sveinbjörg stökk 1,68m og átti mjög góðar tilraunir við 1,71m.
 
Í spjótkasti karla keppti Örn Davíðsson og kastaði hann 67,16m og náði öðru sæti í keppninni þrátt fyrir að aðstæður hafi verið frekar óhagstæðar í dag.
 
Arna Stefanía Guðmundsdóttir og Stefanía Valdimarsdóttir kepptu í 400m hlaupi og sigraði Arna Stefanía í sínum riðli á tímanum 56,45 sem er bæting um 1/100.  Stefanía hljóp of geyst af stað í sínum riðli sem varð til þess að hún náði ekki inn í úrslit.
 
Frídagur er hjá okkur á morgun – hann verður notaður til æfinga og undirbúnings 🙂
 
Bætingarkveðjur frá Unni, Þorvaldi og Eggerti
 
p.s. 5 bætingar litu dagsins ljós.
 
 

FRÍ Author