Fyrsta Gullmótið í dag – Bein útsending á RUV frá kl. 13.00-15:00

Fyrsta Gullmót IAAF fer fram í Berlín í dag. Bein útsending frá mótinu verður á RUV frá kl. 13:00-15:00.
Þetta er fyrsta Gullmótið af sex á þessu ári, en keppt verður um gullpottinn sem er 1 milljón dollara eða um 75 milljónir króna.
Sá/sú sem sem sigrar á öllum Gullmótum sumarsins í sinni grein getur unnið gullpottinn.
 
Gullmótin í ár fara fam á eftirfarandi dögum/stöðum:
1. júní – Berlín.
6. júní – Osló.
11. júlí – Róm.
18. júlí – París.
18. júlí – París.
29. ágúst – Zurich.
5.septemper – Brussel.
 

FRÍ Author