Fyrri dagurinn hjá Helgu Margréti á HM

Hún er fimmta eftir fyrri daginn. Hún er með 3260 stig eftir fyrri daginn sem er aðeins frá því sem hún getur en þetta er hörku keppni úti og hún á mikið eftir inni. Efsta stúlkan eftir fyrri daginn er frá Hollandi og heitir Dafne Schippers, hún er með 3535 stig eftir fyrri daginn og var með bestan árangurinn skráðan inná þetta mót.
 
Í dag er síðan langstökkið, spjótið og 800m. Hún á góða möguleika t.d. í spjótinu að ná mörgum stigum þar inn, þær eru aðeins 2 með skráðan árangur uppá 50m í spjótinu. Hún byrjar að keppa í dag klukkan 12;20 á þeirra tíma eða klukkan 15:20 á okkar tíma.
 
Gaman verður að sjá hvernig þetta fer í dag og sendum henni bestu kveðjur út.
 
 

FRÍ Author