Úthlutað hefur verið úr Afreksjóði FRÍ fyrir árið 2023. Að þessu sinni var úthlutað 10,5 milljónum á eftirfarandi einstaklinga í þremur flokkum. Hægt er að lesa reglugerð um Afreksjóð FRÍ hér.
Framúrskarandi íþróttafólk
Guðni Valur Guðnason | ÍR | Kringlukast
Guðni átti frábært tímabil á síðasta ári hann keppti meðal annars á EM í Munchen á síðasta ári þar sem hann komst í úrslit. Hann kastaði lengst 65,27 metra á síðasta ári en það kast tryggði honum sætið á EM.
Hilmar Örn Jónsson | FH | Sleggjukast
Hilmar átti glæsilegt tímabil á síðasta ári. Hann keppti á bæði Heimsmeistaramótinu í Oregon og komst í úrslit á EM í Munchen þar sem hann kastaði annað lengsta kastið sitt á ferlinum, 76,33 metrar.
Afreksfólk FRÍ
Aníta Hinriksdóttir | FH | Millivegalengdarhlaup
Baldvin Þór Magnússon | UFA | Millivegalengdar- og langhlaup
Dagbjartur Daði Jónsson | ÍR | Spjótkast
Erna Sóley Gunnarsdóttir | ÍR | Kuluvarp
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir | ÍR | Spretthlaup
Hlynur Andrésson | ÍR | 3000m – maraþon
Kolbeinn Höður Gunnarsson | FH | Spretthlaup
Mímir Sigurðsson | FH | Kringlukast
Sindri Hrafn Guðmundsson | FH | Spjótkast
Afreksefni
Elísabet Rut Rúnarsdóttir | ÍR | Sleggjukast
Glódís Edda Þuríðardóttir | KFA. | 100m grind.
Guðjón Dunbar D. Þorsteinsson | Breiðablik | Þrístökk
Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir | ÍR | Sleggjukast
Hera Christensen | FH | Kringlukast
Júlía Kristín Jóhannesdóttir | Breiðablik | 100m grind.
Kristján Viggó Sigfinnsson | Ármann | Hástökk
Hlaupaverkefni FRÍ
Andrea Kolbeinsdóttir | ÍR
Tók þátt í 25 hlaupum á íslandi á síðasta ári og sigraði þau öll. Hún varð Íslandsmeistari í víðavangshlaupi, 5km, 10km og maraþoni. Hún sigraði í Laugarvegshlaupinu og var hún fyrst kvenna til að hlaupa þessa 55 km leið á innan við fimm klukkustundum. Hún keppti á sínu fyrsta Heimsmeistaramóti í Utanvegahlaupum á síðata ári og lenti í 21. sæti og mun hún keppa á Heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupum í ár sem fer fram í júní.