Fyrri afreksúthlutun 2021

Úthlutað hefur verið úr Afrekssjóður FRÍ fyrir árið 2021. Samtals voru úthlutaðar 12 milljónir á eftirfarandi einstaklinga í þremur flokkum.

Framúrskarandi íþróttafólk

Guðni Valur Guðnason – ÍR

Kastaði 69,35m í kringlukasti. Íslandsmet í karlaflokki, 5. sæti á heimslistanum /WA, 2. sæti á Evrópulistanum/EAA 2020 og 1232 stig skv. stigatöflu. Einnig EM lágmark á EM í París sem var frestað. Stefnir á Ólympíulágmark. Náði öðru sæti á Evrópska vetrarkastmótinu með kast upp á 63,66m.

Hilmar Örn Jónsson – FH

77,10m í sleggjukasti. Íslandsmet í karlaflokki, 11. sæti á heimslistanum/WA, 9. sæti á Evrópulistanum/EAA 2020 og 1139 stig skv. stigatöflu. Einnig EM lágmark á EM í París sem var frestað. Stefnir á að ná Ólympíulágmarki.

Afreksfólk FRÍ

Baldvin Þór Magnússon – UFA

Baldvin setti tvö íslandsmet á fyrstu mótum utanhúss 2021. Bætti metið í 5000m þann 25.03. og hljóp á 13;45,66 mín. Þann 17.04. bætti hann svo metið í 1500m og kom í mark á 3;40,74 mín. Fyrri afrekið gefur 1048 stig en 1500m hlaupið 1098 stig. Hvorutveggja eru lágmörk á EM U23 og hefur Baldvin sett stefnuna á það mót.

 

Ólympíuhópur FRÍ

Ennþá hefur enginn tryggt sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum en í hópnum eru þeir sem að stefna að þátttöku, vinna markvisst að því að tryggja sér keppnisrétt á leikana og talið er að eigi möguleika á þátttöku.

 • Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir – ÍR – 200m hlaup
 • Hlynur Andrésson – ÍR – maraþon/3000m hindrun
 • Sindri Hrafn Guðmundsson- FH – spjótkast
 • Dagbjartur Daði Jónsson – ÍR – spjótkast
 • Hilmar Örn Jónsson – FH – sleggjukast
 • Guðni Valur Guðnason – ÍR – kringlukast

Afreksefni FRÍ

 • Erna Sóley Gunnarsdóttir-ÍR, kúluvarp og lágmark á EM U23
 • Mímir Sigurðsson-FH, kringlukast og lágmark á EM U23
 • Tiana Ósk Whitworth-ÍR, 100/200m og lágmark á EM U23
 • Eva María Baldursdóttir-HSK/Selfoss, hástökk og lágmark á EM U20
 • Kristján Viggó Sigfinsson-Ármann, hástökk og lágmark á EM og HM U20
 • Elísabet Rut Rúnarsdóttir-ÍR, sleggjukast og lágmark á EM og HM U20
 • Baldvin Þór Magnússon – UFA, 1500m og 5000m, lágmark á EM U23

Hvatningarúthlutun fjölþrautarverkefnis FRÍ;

Sérstyrkur sem er úthlutað í ár en þeir sem fá úthlutað úr honum eru:

 • María Rún Gunnlaugsdóttir-FH, með 4169 stig í fimmtarþraut innanhúss sem gefa 1016 stig,
 • Ísak Óli Traustason-UMSS, með 5355 stig innanhúss í sjöþraut sem gefa 1001 stig.