Úthlutað hefur verið úr Afreksjóði FRÍ fyrir árið 2022. Að þessu sinni var úthlutað 12 milljónum á eftirfarandi einstaklinga í þremur flokkum. Hægt er að lesa reglugerð um Afreksjóð FRÍ hér.
Framúrskarandi íþróttafólk
Baldvin Þór Magnússon – UFA
Baldvin Þór Magnússon 1500-5000m, UFA. Baldvin vann til bronsverðlauna á EM U23 ára í 5000m á árinu 2021. Í vetur náði Baldvin lágmarki á HM innanhúss í 3000m hlaupi á tímanum 7:47,51mín sem jafnframt var Íslandsmet. Baldvin komst í úrslit á mótinu og er hann fyrsti Íslenski karlmaðurinn til að afreka það á HM innanhúss.
Guðni Valur Guðnason – ÍR
Guðni Valur Guðnason kringlukastari, ÍR. Guðni keppti á Ólympíuleikum í Tókýó 2021. Guðni var mjög stöðugur og kastaði lengst 65,39m á siðasta ári. Guðni varð fjórði á European Throwing Cup sem fram fór í mars á eftir gull- og silfurverðlaunahafa á Ólympíuleikunum.
Afreksfólk FRÍ
Dagbjartur Daði Jónsson spjótkastari, ÍR. Dagbjartur kastaði lengst 79,57m á síðasta ári. Dagbjartur æfir og stundar nám í Mississippi í Bandaríkjunum. Tímabilið er hafið hjá honum í Bandaríkjunum og ferð það vel af stað.
Hilmar Örn Jónsson sleggjukastari, FH. Hilmar kastaði lengst 74,88m árið 2021. Hilmar setti Íslandsmet í lóðkasti á NM inni í febrúar með kast upp á 21.96m. Hilmar byrjar tímabilið vel og stefnir á s´tormótin sem eru í sumar.
Hlynur Andrésson 3000-maraþon, ÍR. Hlynur er kominn með lágmark fyrir EM 2022 í maraþoni með tíma uppá 2:13:37. Hlynur æfir hjá Ólympíumeistaranum Stefano Baldini á Ítalíu og stefnir hátt í sumar.
Aníta Hinriksdóttir 800/1500m, FH. Aníta hljóp á 2:05.20mín í Frakklandi í febrúar. Aníta er að koma sterk til baka og stefnir á stóru mótin í sumar.
Elísabet Rut Rúnarsdóttir sleggjukastari, ÍR. Elísabet náði 7. sæti á EM U20 ára og 4. sæti á HM U20 ára. Elísabet setti Íslandsmet í lóðkasti á NM inni í febrúar með kast upp á 19.96m. Hún varð í 3. sæti í U23 á European Throwing Cup í mars með kast upp á 64.20m.
Erna Sóley Gunnarsdóttir kúluvarpari, ÍR. Erna átti frábært tímabil á síðasta ári og keppti meðal annars til úrslita á EM U23 í Tallinn. Erna bætti í mars Íslandsmet í kúluvarpi utanhúss með kast upp á 17,29m og fer því tímabilið vel afstað. Erna æfir og stundar nám í Texas í Bandaríkjunum.
Afreksefni FRÍ
Þeir einstaklingar sem náð hafa EAA/WA lágmarki til keppni á stórmóti ungmenna – EM U23, U20, U18 og HM U20, U18.
EM U23
- Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir (ÍR)
- Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR)
- Tiana Ósk Whitworth (ÍR)
EM U20 / HM U20
- Kristján Viggó Sigfinnsson (Ármann)
- Elísabet Rut Rúnarsdóttir (ÍR)
- Eva María Baldursdóttir (Selfoss)
- Glódís Edda Þuríðardóttir (KFA)
- Júlía Kristín Jóhannesdóttir (Breiðablik)