Fylgstu með Evrópubikar um helgina

Keppni á Evrópubikar landsliða hefst á morgun. Íslendingar keppa í annari deild og fer keppnin fram í Stara Zagora í Búlgaríu. Keppt er í tuttugu greinum í karlaflokki og tuttugum greinum í kvennaflokki. Hvert land sendir einn keppenda í hverja grein.

Fyrsta grein hefst klukkan 13:00 á íslenskum tíma og hægt er að fylgjast með keppninni í beinni hér og úrslit mótsins hér.