Frjálsíþróttaveisla á RIG 2023

Ljósmynd: Ezra Shaw/Getty Images

Penni

3

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Frjálsíþróttaveisla á RIG 2023

Reykjavík International Games í frjálsíþróttum fer fram á sunnudaginn, 5. febrúar í Laugardalshöllinni. Mótið hefst klukkan 13:30 og hefst útsending á RÚV kl. 14:00. Miðasala fer fram á corsa.is og verður ekki hægt að kaupa miða á staðnum.

Einn af hápunktum mótsins verður blandaða kúluvarpið þar sem ríkjandi heimsmeistari og Diamond League meistarinn í kúluvarpi kvenna, Chase Ealey frá Bandaríkjunum mætir til leiks. Ealey var á meðal keppenda á Reykjavíkurleikunum í fyrra þar sem hún sigraði í greininni. Eftir það vann hún til silfurverðlauna á HM innanhúss í Belgrade þar sem hún jafnaði bæði lands- og álfumetið í kúluvarpi kvenna innanhúss. Hún varð síðan bandarískur meistari og heimsmeistari á glæsilega leikvanginum í Eugene þar sem hún bætti sinn persónulega árangur með kast upp á 20,51 m. Hún endaði síðan tímabilið sitt á frábærum sigri á Demantamótaröðinni.

Ólympíufarinn og Íslandsmethafinn í kringlukasti, Guðni Valur Guðnason (ÍR), verður á meðal keppenda í kúluvarpi karla á leikunum eins og undanfarin ár. Guðni á best 18,90 metrar innanhúss sem hann kastaði á síðasta ári og er búinn að kasta 17,63 metra lengst í ár. Guðni fær góða samkeppni frá Englendingnum Lewis Byng sem hefur kastað lengst 18,50 m. í ár sem er hans besti árangur innanhúss.

Í janúar komu ný Íslandsmet í bæði 60m hlaupi kvenna og karla og eru methafarnir Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir (ÍR) og Kolbeinn Höður Gunnarsson (FH) á meðal keppenda á leikunum. Guðbjörg er í hörku formi og sýndi það á sterku móti í Danmörku þar sem hún sigraði í 60 metra hlaupi og setti um leið Íslandsmet, 7,35 sek. Guðbjörg fær góða keppni frá Hollendingum Naomi Sedney sem sigraði í greinninni á leikunum á síðasta ári. Sedney mun opna tímabilið sitt í Laugardalshöll um helgina en hún á best 7,22 sek. frá 2018.

Guðbjörg mun einnig hlaupa sitt fyrsta 200 metra hlaup í ár og fær hún góða keppni frá Sarah Atcho frá Sviss en hún er búin að hlaupa best 23,64 sek. í ár. Guðbjörg á best 23,98 sek. sem hún hljóp á Reykjavíkurleikunum 2020.

Það verður skemmtilegt einvígi milli Kolbeins og Richard Akinyebo frá Englandi í 60 metra hlaupi karla. Kolbeinn bætti 30 ára gamalt Íslandsmet í 60 metra hlaupi um miðjan janúar þegar hann hljóp á 6,68 sek. Akinyebo er buinn að hlaupa á 6,73 í ár sem er einnig hans besti árangur.

Kolbeinn fær einnig sterkan keppenda á móti sér í 200 metra hlaupi þegar hann mætir Englendingnum Lee Thompson. Kolbeinn er búinn að hlaupa á 21,63 sek. best í ár en hann á 21,21 sek. frá 2020 sem einnig er Íslandsmet. Thompson er búinn að hlaupa á 21,13 sek. í ár sem er hans besti árangur.

Það má búast við glæsilegri keppni í langstökki kvenna í ár. Íslandsmethafinn í þrístökki, Irma Gunnarsdóttir (FH), er búin að eiga frábært start á tímabilnu og stökk sig í annað sæti á topplista í langstökki kvenna frá upphafi með stökki upp á 6,36 metra. Aðeins Íslandsmethafinn Hafdís Sigurðardóttir hefur stokkið lengra en hún ætlar að dusta rykið af langstökkskónum og verður á meðal keppenda í blandaða langstökkinu. Íslandsmet Hafdísar er 6,54 m. og verður spennandi að fylgjast með þessari grein á sunnudag.

Í langstökki karla mæta tveir sterkir Bretar til leiks þeir James Lelliott sem hefur stokkið lengst 7,62 metra í ár og Alexander Farquharson sem hefur stokkið lengst 7,66 metra í ár. Daníel Ingi Egilsson (FH) er í hörku formi og hefur stokkið lengst 7,35 metra í ár sem er einnig hans besti árangur.

Ísland gegn Englandi: Síðasta greinin á mótinu er blandað 4x200m boðhlaup og er það í fyrsta sinn sem Ísland keppir í blönduðu boðhlaupi.

Aðrir keppendur sem vert að fylgjast með:

  • Tiana Ósk Whitworth í 60m hlaupi kvenna
  • Freyja Nótt Andradóttir í 60m hlaupi kvenna
  • Arnar Logi Brynjarsson í 200m hlaupi karla
  • Birna Kristín Kristjánsdóttir í langstökki kvenna.
  • Kristinn Þór Kristinsson í 800m karla.
  • Elías Óli Hilmarsson í hástökki karla.

Tímaseðill

13:3060m U16 stúlkna
13:3560m U16 pilta
13:45600m U16 stúlkna
13:52600m U16 pilta
14:00Hástökk karla
14:0560m kvenna
14:1560m karla
14:15Langstökk blandað
14:32400m kvenna
14:40Kúluvarp blandað
14:46400m karla
14:55200m kvenna
15:05200m karla
15:08800m kvenna
15:22800m karla
15:35Blandað 4x200m boðhlaup

Penni

3

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Frjálsíþróttaveisla á RIG 2023

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit