Frjálsíþróttaskóli UMFÍ verður á níu stöðum í sumar 5

UMFÍ stendur fyrir Frjálsíþróttaskóla í sumar eins og í fyrra í samvinnu við FRÍ og héraðssambönd innan UMFÍ.
Frjálsíþróttaskólinn er ætlaður fyrir ungmenni frá 11-18 ára aldurs og verður hann starfræktur á eftirfarandi stöðum og tímum í sumar:
Borgarnesi, 22.06-26.06.
Laugum í Reykjadal, 22.06-26.06.
Ísafirði, 22.06-26.06.
Kópavogi, 29.09-03.07.
Vík í Mýrdal, 13.07-17.07.
Egilsstöðum, 20.07-24.07.
Sauðárkróki, 20.07-24.07.
Þorlákshöfn, 20.07-24.07.
Höfn, 20.07-24.07.
 
Þátttakendur dvelja í skólanum á viðkomandi stað frá mánudegi til föstudags. Þátttökugjald er kr. 20.000.-
Innifalið er kennsla, fæði og húsnæði.
 
Þetta er spennandi tækifæri fyrir ungmenni sem vilja reyna sig í fyrsta sinn eða efla sig í frjálsíþróttum og einnig góður undirbúningur fyrir unglingalandsmótið á Sauðárkróki um Verslunarmannahelgina og önnur mót í sumar.
 
Nánari upplýsingar um skólann eru að fá á heimasíðu UMFÍ; www.umfi.is og í síma 568-2929.

FRÍ Author