Frjálsíþróttaskóli UMFÍ á sex stöðum á landinu í næstu viku

Ungmennafélag Íslands starfrækir frjálsíþróttaskóla vikuna 7.-11. júlí fyrir ungmenni á aldrinum 11 til 18 ára. Skólinn er í samvinnu við Frjálsíþróttasamband Íslands. Þarna er á ferðinni spennandi tækifæri fyrir ungmenni sem vilja reyna í fyrsta sinn eða efla sig í frjálsum íþróttum. Veldu þann stað sem hentar þér og taktu þátt í góðum félagsskap. Auk íþróttaæfinga verða kvöldvökur, varðeldur, gönguferðir og óvæntar uppákomur.
 
Frjálsíþróttaskólinn verður á eftirtöldum stöðum, Borgarnesi, Ísafirði, Sauðárkróki, Laugum í Reykjadal, Egilsstöðum og í Vík. Þátttakendur dvelja í íþróttabúðum á viðkomandi stað frá mánudegi til föstudags. Þátttökugjald er kr. 15.000 og er innifalið í því kennsla, fæði og húsnæði. Skólinn er tilvalinn undirbúningur fyrir unglingalandsmótið í Þorlákshöfn. Hægt verður að sækja um í skólann út þess vikuna en nánari upplýsingar eru veittar í síma 568-2929.
 
Sjá nánar: www.umfi.is
 

FRÍ Author