Frjálsíþróttasamband Íslands fékk 1.000.000 í styrk

Í gær fékk FRÍ úthlutað styrk úr styrktarsjóði Íslandsbanka og ÍSÍ að upphæð kr. 1.000.000 vegna stórmóta- og úrvalshóps. Framtíðin er svo sannarlega björt í frjálsum íþróttum með fjölmörgu efnilegu ungu fólki sem stefnir hátt. Á næsta ári er fyrirhugaður fjöldi verkefna á vegum FRÍ fyrir þennan aldur og þegar hafa nokkrir af þessum íþróttamönnum náð lágmörkum inn á stórmót næsta sumars. Fyrir hönd stórmóta- og úrvalshóps tóku við styrknum Tristan Freyr Jónsson, Þórdís Eva Steinsdóttir, Helga Margrét Haraldsdóttir og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir.

FRÍ Author