Frjálsíþróttakona og frjálsíþróttakarl ársins 2016

Aníta Hinriksdóttir ÍR
Hinn tvítugi ÍR-ingur er enginn nýgræðingur í frjálsum íþróttum þó ung sé að árum. Hún hefur verið að bæta sig jafnt og þétt á síðustu árum og er nú komin í 38. sæti á heimslista fullorðinna, í 16. sæti á evrópulista fullorðinna og í 3 sæti á evrópulista U23 ára í 800 metra hlaupi.
Helstu afrek ársins 2016 í 800m hlaupi eru:
• Íslandsmet í 800 m hlaupi 2:00,14 sett á Ólympíuleikunum í Rio de Janeiro
• 8. sæti í úrslitum á EM í Amsterdam í 800 m hlaupi
• 5. sæti í úrslitum á HM í Portland USA í 800 m hlaupi
• Gull á Nordic Indoor í Vasjö Svíðþjóð
• Gull á Reykjavík International Games
• Gull á Putbos Memorial í Oordegem Belgíu
• Gull á Josef Odlozil Memorial í Prag
• Gull á Smáþjóðameistaramóti á Marsa Möltu
• Gull á IAAF DL, Van Damme M í Brussel
• Gull á Meistaramóti Íslands innanhúss
• Gull á Bikarkeppni FRÍ innanhúss
• Silfur á Spitzen Leichtatletik í Luzern Sviss
• Brons á IAAF world challange í Madrid
Guðni Valur Guðnason ÍR
Hinn efnilegi 21 árs gamli ÍR-ingur hefur einungis æft kringlukast í rúm tvö ár og náð frábærum árangri á stuttum tíma. Hann er í 99. sæti á heimslista fullorðinna, 47. sæti á evrópulista fullorðinna og í 10. sæti á evrópulista U23 í kringlukasti.
Helstu afrek ársins 2016 í kringlukasti eru:
• Valinn til þátttöku á Ólympíuleikunum í Rio de Janeiro, 21. sæti
• Gull á Smáþjóðameistaramóti á Marsa Möltu
• Gull á Nordic-Baltic U23 í Espoo Finnlandi
• Gull á Meistaramóti Íslands utanhúss
• Gull á Vormóti UFA
• Gull á Vormóti ÍR
• 22. sæti á EM í Amsterdam
• Brons á kastmóti AV Hera Heerhugowaard í Hollandi
Íþrótta- og afreksnefnd FRÍ kom með tillögu að vali á íþróttakonu og íþróttakarli ársins. Tillagan var lögð fyrir stjórn sem samþykkti tillögu nefndar.

FRÍ Author