Frjálsíþróttakona ársins 2015 er Ásdís Hjálmsdóttir

 Á árinu 2015 sigraði Ásdís jafnframt í kringlukasti og kúluvarpi á Meistaramóti Íslands og Svissneska meistaramótinu og bætti samhliða sinn persónulega árangur í báðum greinum- í kringlukasti 49,31m og í kúluvarpi 15,68m á árinu.
 
• Ásdís vann til gullverðlauna í spjótkasti á Meistaramóti Íslands, Svissneska meistaramótinu, Smáþjóðaleikum, Evrópukeppni Landsliða og Riga Cup þar sem hún náði sínu öðrum besta árangri á keppnisferlinum 62,14m sem samhliða veitti henni þátttökurétt á HM og Ólympíuleikunum í Ríó.
• Hún hafnaði í 26. sæti á heimlista Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins í spjótkasti 2015
• Ásdís keppti á Demantamóti Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins 2015 á Bislett leikvanginum í Osló og komst í úrslit.
• Hún vann til silfurverðlauna á IAAF World Challenge móti Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins í Madrid 11. júlí og bronsverðlauna á World Challenge mótinu í Dakar í Senegal 23. maí.
• Hún sigraði í kringlukasti og kúluvarpi á Meistaramóti Íslands og einnig á svissneska meistaramótinu. 2015 og bætti sinn persónulega árangur í báðum greinum – í kringlukasti 49,31m og í kúluvarpi 15,68m.
• Ásdís sýndi á árinu 2015 að Íslandsmet hennar gat fallið hvenær sem var og ljóst að hún er til alls líkleg á árinu 2016.
 
Alls 11 álitsgjafar komu að vali frjálsíþróttakonu ársins 2015
Stjórn FRÍ óskar Ásdísi Hjálmsdóttur innilega til hamingju með nafnbótina.

FRÍ Author