Frjálsíþróttakeppni RIG fer fram 3. febrúar

Frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna fer fram laugardaginn 3. febrúar 2018.

Má búast við hörkukeppni í flestum greinum þar sem fremsta frjálsíþróttafólk landsins mun etja kappi við sterka erlenda keppendur hvaðanæva úr heiminum. Keppnin stendur yfir frá kl. 13:00-15:00 og verður sjónvarpað beint frá mótinu á Rúv.

Tímaseðill mótsins er kominn inn á Mótaforritið Þór og má sjá hann hér.

Frjálsíþróttasamband Íslands hvetur alla til þess að mæta og hvetja frjálsíþróttafólkið okkar áfram!