Frjálsíþróttafólk heiðrað hjá mörgum félögum

Vala Flosadóttir var krýnd íþróttamaður ársins 2000 og Jón Arnar Magnússon var kosinn tvo ár í röð, árin 1995 og 1996. Nánar um valið og myndir af íþróttamönnum ársins má finna hér.

Það er óhætt að segja að árið 2009 hafi verið gott ár fyrir frjálsar íþróttir. Fjöldi frjálsíþróttafólks hefur hlotið viðurkenningu hjá sínum félögum sem íþróttamenn- og konur ársins 2009. 

FH hefur útnefnt Berg Inga Pétursson sem íþróttamann ársins 2009, sjá nánar á heimasíðu félagsins. 

Frjálsíþróttafólkið Jóhanna Ingadóttir og Einar Daði Lárusson voru bæði útnefnd íþróttakarl- og kona ársins 2009 hjá ÍR, sjá nánari umsögn á ÍR síðunni.

Bæði Ásdís Hjálmsdóttir og Helga Margrét Þorsteinsdóttir voru heiðraðar af Ármanni, sjá nánar hér . Og Ungmennasamband Vestur- Húnvetninga valdi einnig Helgu Margréti Þorsteinsdóttur sem íþróttamann ársins 2009, en Helga er með lögheimili í Hrútafirði, nánar á  heimasíðu USVH.

 

 

 

FRÍ Author