Frjálsíþróttafólk 35 ára og eldri – verðlaunahafar á uppskeruhátíð FRÍ

 MÍ utanhúss 2012 í frjálsíþróttum 35 ára og eldri, stigahæsta kona: Fríða Rún Þórðardóttir en hún hlaut 765 stig fyrir 5:09,48 mín í 1.500m hlaupi
 
MÍ utanhúss 2012 í frjálsíþróttum 35 ára og eldri, stigahæsti karl: Sigurður Haraldsson en hann hlaut 1155 stig fyrir 15,15m í lóðkasti.  Sigurður er einungis 83 ára gamall.
 
Frjálsíþróttakona ársins 2011, 35 ára og eldri: Martha Erntsdóttir fyrir árangur sinn í hálfu maraþoni, 1:28:11
 
Frjálsíþróttakarl ársins 2011, 35 ára og eldri: Kristján Gissurarson (á meðfylgjandi mynd) fyrir 4,11m í stangarstökki innanhúss.  Setti Kristján Norðurlandamet er hann vippaði sér yfir hæðina.
 
Frjálsíþróttakona ársins 2012, 35 ára og eldri: Sigurbjörg Eðvarðsdóttir en hún hljóp á 11 mín og 32,50 sek 3000m hlaup innanhúss.
 
Frjálsíþróttakarl ársins 2012, 35 ára og eldri: Óskar Hlynsson en hann hljóp 60m hlaup innanhúss á 7,75 sek.
 
Á meðfylgjandi mynd eru þeir Trausti Sveinbjörnsson, formaður Öldungaráðs FRÍ, Kristján Gissurarson frjálsíþróttakarl 35 ára og eldri 2011 og Jónas Egilsson, formaður og framkvæmdastjóri FRÍ
 

FRÍ Author