Frjálsíþróttafólk ársins 2009

Ásdís Hjálmsdóttir (24), spjótkastari úr Ármanni, er frjálsíþróttakona ársins. Ásdís hefur átt góðu gengi að fagna í ár, en hún tvíbætti eigið Íslandsmet þegar hún varð fyrst kvenna á Norðurlöndunum til þess að kasta spjóti yfir 60m árið 2009. Íslandsmet hennar er 61,37m, sem hún setti á JJ móti Ármanns á Laugardalsvelli
Ásdís er í 22. öðru sæti á heimslista ársins, sem er 14 sætum ofar en árinu áður. Hún sigraði spjótkastkeppnina á Smáþjóðleikunum á Kýpur og setti jafnframt smáþjóðamet. Ásdís var annar tveggja keppenda Íslands á Heimsmeistaramótinu í Berlín í sumar og endaði hún í 21 sæti.
 
Bergur Ingi Pétursson (24), sleggjukastari úr FH, er frjálsíþróttakarl ársins 2009. Bergur er í 60. sæti á heimslista ársins og hefur stimplað sig inn sem besti sleggjukastari landsins. Hann keppti á fjölmörgum alþjóðlegum mótum á árinu og kastaði meðal annars sitt lengsta kast á móti í Halle í Þýskalandi, 73,00m.
Á Smáþjóðaleikunum á Kýpur sigraði Bergur með kasti uppá 70,60m sem er smáþjóðamet. Hann átti góðu gengi að fagna í Þýskalandi, því næst lengsta kast hans var á móti í Crumbach þar sem hann kastaði 72,65m. Þá var hann annar tveggja keppenda Íslands á Heimsmeistaramótinu í Berlín.

FRÍ Author