Frjálsíþróttafólk á leiðinni á heimsmeistaramót í Póllandi

Tristan Freyr Jónsson ÍR 7261 stig í tugþraut drengja 18-19 ára – lágmark 7200 stig
Tristan Freyr Jónsson ÍR 14,05 sek í 110 m grind – lágmark 14,20 sek
Thelma Lind Kristjánsdóttir ÍR 50,42 m í kringlukasti – lágmark 48,00 m
Þórdís Eva Steinsdóttir FH 54,80 sek í 400 m – lágmark 57,20 sek
 
Gaman er að segja frá því að á árið 1988 var móðir Þórdísar, Súsanna Helgadóttir langstökkvari og spretthlaupari og faðir Tristans, Jón Arnar Magnússon tugþrautarkappi meðal keppenda á HM unglinga. Eplið fellur greinilega ekki langt frá eykinni. 
 
Þjálfarar og fararstjórar í ferðinni verða Súsanna Helgadóttir og Þráinn Hafsteinsson.

FRÍ Author