Frjálsíþróttadeildir Ármanns og ÍR fá úthlutað úr Afrekskvennasjóði ÍSÍ og Íslandsbanka

Frjálsíþróttadeildum ÍR og Ármanns var úthlutað sitthvorri kr. 1.000.000 vegna Ólympíuverkefna sinna, en þetta er í fimmta sinn úthlutað er úrsjóðnum.
 
Í fréttatilkynningu segir að bæði félög séu með markvissa afreksáætlun í gangi sem miðar að því að koma þeirra afrekskonum á Ólympíuleikana í London 2012 og ná þar góðum árangri. Í hópunum eru sem stendur sex landsliðskonur sem allar setja stefnuna á leikana 2012. Ennfremur að íþróttakonunum í hópnum sé tryggð hágæða þjálfun og besta mögulega aðstaðan og aðstæður til æfinga og keppni hérlendis sem erlendis. Teymi sérhæfðra þjálfara og ráðgjafa skipuleggur og heldur utan um þjálfun íþróttakvennanna. Í Ólympíuhóp Ármanns eru þær Ásdís Hjálmsdóttir og Helga Margrét Þorsteinsdóttir. Hjá ÍR eru það þær Hulda Þorsteinsdóttir, Jóhanna Ingadóttir, Kristín Birna Ólafsdóttir og Sandra Pétursdóttir sem skipa hópinn.

FRÍ Author