Frjálsíþróttablaðið kemur út á morgun

Einnig verður fjallað um okkar fólk sem keppir á Evrópumeistaramótinu í Barcelona, en mótið hefst í næstu viku.
 
Auk umfjöllunar um EM eru fréttir úr starfinu, greint frá nýju fræðslukerfi fyrir frjálsíþróttir sem verið er að innleiða, sagt frá uppbyggingu frjálsíþróttaaðstöðu á Selfossi sem tekin verður í gagnið fyrir næsta Landsmót UMFÍ og margt fleira áhugavert efni fyrir frjálsíþróttaáhugafólk og aðra.

FRÍ Author