Fríða Rún sigraði tvöfalt

Fríða Rún Þórðardóttir ÍR sigraði glæsilega í 3.000 m hlaupi á 10 mín. og 4, 44 sek., sem er réttum 2 sek. frá mótsmetinu sem Arndís Ýr Hafþórsdóttir Fjölni setti í fyrra. Þetta var annar sigur Fríðu Rúnar á mótinu en í gær sigraði hún í 1.500 m hlaupi. Önnur í 3.00 m hlaupinu var Íris Anna Skúladóttir Fjölni á 10:14,92 og Arndís Ýr varð 3. á tímanum 10:29,48.
 
Í 5.000 m hlaupi karla sigraði Þorbergur Ingi Jónsson ÍR á tímanum 15:32,14 eftir nokkuð jafna og góða keppni við Stefán Guðmundsson Breiðabok sem varð annar með 15:48,37. Haraldur Tómas Ragnarsson varð 3. með tíman 16:14,37.

FRÍ Author