Fríða Rún keppti á NM í víðavangshlaupi í dag

Fríða Rún Þórðardóttir ÍR keppti á Norðurlandameistaramótinu í víðavangshlaupi sem fram fór í Kaupmannahöfn í dag. Fríða varð í 16. sæti af 21 konu sem luku keppni, en hlaupið var um 8 km og hljóp Fríða Rún á 30:30 mín.
Sigurvegari varð Annamari Sandell-Hyvärinen frá Finnlandi á 27:23 mín.
 
Fríða var eini íslenski keppandin í mótinu, en Þorbergur Ingi Jónsson sem einnig var valinn til þátttöku, varð að hætta við þátttöku í vikunni vegna meiðsla.
 
Úrslit frá NM í víðavangshlaupi er að finna á heimasíðu danska frjálsíþróttasambandins: www.dansk-atletik.dk

FRÍ Author