Fríða Rún keppir á NM í Víðavangshlaupum

Perniö er í 150km fjarlægð vestur af Helsinki og keppnisbrautin liggur um sögufrægt svæði í Finnlandi þar sem rauði herinn barðist við þann hvíta. Konurnar hlaupa heila 7,5 km í þessari keppni en hinar norðurlandaþjóðirnar nota keppnina sem úrtökumót fyrir EM í víðavangshlaupum en þar eru hlaupnir 8km í kvennaflokki og 10 km í karlaflokki.
 
Brautin er frekar flöt og sendin, en það hefur snjóað í Finnlandi síðustu daga og heldur kaldara loftslag en hér heima, það má þó búast við hlýrra veðri á morgun. Frekari upplýsingar um mótið má nálgast á heimasíðu keppninnar: pernionurheilijat.sporttisaitti.com/nccc_7_11_09_in_pernio/ 
 

FRÍ Author