Fríða og Þórólfur með gull í Svíþjóð

Norðurlandameistaramót í víðavangshlaupi fór fram í Tullinge, Svíþjóð í dag. Þórólfur Ingi Þórsson sigraði sinn aldursflokk í öldungaflokki (40-45 ára) í 7,5 km hlaupi. Hann kom í mark á 28:50 mín. Í öðru sæti var Fredrik Sohlberg frá Svíþjóð á tímanum 29:38 mín og í því þriðja var Jakob Hedberg frá Svíþjóð á tímanum 35:15 mín. Þórólfur varð þriðji í heildarkeppni öldunga (30-65 ára).

Fríða Rún Þórðardóttir sigraði einnig sinn öldungaflokk (50-54 ára) í 7,5 km hlaupi. Hún kom í mark á tímanum 35:59 mín. Í öðru sæti var Annica Sjölund frá Svíþjóð á tímanum 42:33. Fríða sigraði einnig heildarkeppni öldunga (30-65 ára).

Andrea Kolbeinsdóttir hafnaði í fjórtánda sæti í kvennahlaupinu. Hún kom í mark á 35:48 mín í 9 km hlaupi. Það var Svíinn Sara Christiansson sem sigraði kvennaflokkinn á tímanum 34:07.

Hlynur kláraði ekki hlaupið. 

Úrslit frá mótinu má finna hér.