FRÍ með samstarf við Under Armour

Það var árið 1996 sem Kevin Plank, sem þá var 23 ára ruðningsleikmaður í Háskólanum í Maryland, fékk þá hugmynd að þróa breyttan klæðnað fyrir íþróttamenn.  Hann þoldi ekki sjálfur að klæðast rennblautum bómullarstuttermabolum, dag eftir dag.  Plank stofnaði þá fyrirtækið Under Armour og setti á markað fyrsta Under Armour HeatGear stuttermabolinn sem hann kallaði #0037.  Bolurinn var hannaður til að halda íþróttamanninum svölum, þurrum og léttum í miklum hita.  Plank var með aðstöðu í kjallaranum hjá ömmu sinni í hverfinu Georgtown í Washington DC.  Ferðaðist hann meðfram austurströnd Bandaríkjanna með bolinn sinn í skottinu á bílnum sínum.  Í lok árs 1996 gerði hann fyrsta stóra sölusamninginn sinn með sölu til fyrsta liðsins sem ætlaði að klæðast fatnaðinum.
 
Í dag framleiðir UA einnig svokallaðan ColdGear fatnað sem heldur íþróttamanni heitum, þurrum og léttum í köldu umhverfi.  Einnig er vörumerkið með AllSeason Gear sem er ætlaður til notkunar milli mjög heitra eða mjög kaldra aðstæðna.
 
Í lok árs 1998 flutti fyrirtækið úr kjallara ömmunar í nýjar höfuðstöðvar í Baltimore.
 
Á myndinni með fréttinni er Kolbeinn Höður Gunnarsson úr UFA.  Myndina tók Berglind Jack Guðmundssdóttir.

FRÍ Author