Með stækkandi hlaupasamfélagi á Íslandi kemur krafa um aukin gæði og utanumhald götuhlaupa og hefur FRÍ ásamt Langhlaupanefnd unnið að því síðastliðin ár að uppfæra og bæta umsóknarferli FRÍ vottaðra hlaupa. FRÍ vottuð hlaup eru hlaup sem eru framkvæmd samkvæmt reglugerð Frjálsíþróttasambands Íslands og úrslitin viðurkennd til skráningar í afrekaskrá FRÍ. Hlaupahaldarar þurfa að fara í gegnum umsóknarferli og vera búinir að kynna sér reglugerðina og þau skilyrði sem þarf að uppfylla til þess að úrslitin séu viðurkennd.
Við hvetjum alla hlaupahaldara götuhlaupa að kynna sér framkvæmd götuhlaupa og hjálpa okkur við að auka gæði götuhlaupa á Íslandi!