FRÍ óskar eftir umsóknum fyrir Young Leader ráðstefnu.

FRÍ óskar eftir umsóknum á Young Leader ráðstefnu í París dagana 25.-30. ágúst næstkomandi. Þetta er í sjöunda skipti sem þessi ráðstefna er haldin en á henni öðlast þátttakendur dýpri skilning á ýmsum þáttum tengdum frjálsíþróttahreyfingunni.

Til þess að sækja um þurfa þátttakendur að vera:

  • Á aldrinum 18-26 ára.
  • Með mjög góð tök á ensku.
  • Þátttakandi í frjálsíþróttahreyfingunni (sem starfsmaður, þjálfari, sjálfboðaliði).

Nánari upplýsingar veitir Íris, iris@fri.is. Einnig skal senda umsóknir á sama netfang fyrir 30.mars.