FRÍ óskar eftir markaðs- og viðburðarstjóra

Frjálsíþróttasamband Íslands leitar nú að sjálfstæðum og drífandi markaðs- og viðburðastjóra á skrifstofu FRÍ. Við leitum að góðri manneskju með menntun og reynslu sem hæfir starfinu.

Hvað þarft þú að hafa til að bera?
● Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
● Drifkraft og færni til að opna ný tækifæri fyrir FRÍ
● Áhuga og getu til að bæta ímynd FRÍ
● Færni í mannlegum samskiptum og leiðtogahæfileika
● Reynslu af stjórnun viðburða og/eða getu til að stýra verkefnum á eigin spýtur

Hvað bjóðum við uppá?
● Áhugavert og lifandi starf í íþróttahreyfingunni
● Möguleikann á því að bæta frjálsíþróttahreyfinguna og samfélagið um leið
● Gott tækifæri til að læra og bæta sig í fjölbreyttu og krefjandi starfi

Markaðs- og viðburðastjóri vinnur náið með framkvæmdastjóra, skrifstofu og stjórn FRÍ auk fjölda annarra. Upphaf starfs er samkvæmt nánara samkomulagi. Áhugasamir sendi umsóknir á netfangið starf@fri.is​ ​í síðasta lagi á hádegi þriðjudaginn 9. maí næstkomandi. Nánari upplýsingar veittar í gegnum sama netfang.