Stjórn FRÍ, starfsfólk, leiðtogar og lykilfólk úr hreyfingunni kom saman á FRÍ-daginn 7. maí, til að vinna að stefnumótun FRÍ á ýmsum sviðum til ársins 2030. Mikill samhljómur var í hópnum um einstaklega mikil tækifæri fyrir frjálsar sem á að geta verið ekki aðeins fremsta Ólympíuíþróttin heldur aðgengilegasta og vinsælasta íþrótt Íslendinga fyrir allt lífið, öll getustig og allan aldur að iðka með einum eða öðrum hætti.
Vinnan á FRÍ-daginn var tengd einnig stefnumótun World Athletics fyrir árin 2022-2030 sem unnið hefur verið að um allan heim undanfarin ár.
Unnið verður áfram með hugmyndirnar næstu misserin og er von á að þess muni sjást merki.