Freyr formaður í fimmta sinn

Penni

2

min lestur

Deila

Freyr formaður í fimmta sinn

Frjálsíþróttamenn héldu sitt 64. þing í Skagafirði um helgina. Heimamenn í UMSS tóku vel á móti þingfulltrúum allsstaðar að af landinu í Húsi frítímans á Sauðárkróki. Þingið var sérlega starfssamt en fyrir því lágu 29 tillögur um hin ýmsu málefni frjálsíþrótta. Þar á meðal voru margar tengdar hlaupum og eflingu hlaupa, þar sem FRÍ fer með æðsta vald og ábyrgð.

Heimamennirnir og nafnarnir Gunnar Sigurðsson og Gunnar Þór Gestsson stýrðu þinginu af þekktri röggsemi sem þingforsetar.

Þinginu lauk með kosningum þar sem Freyr Ólafsson var kjörinn formaður í fimmta sinn til tveggja ára. Með Frey í stjórn voru kjörin þau Auður Árnadóttir, Jóhann Haukur Björnsson, Sonja Sif Jóhannsdóttir og Sveinn Margeirsson, auk þeirra Rannveigar Oddsdóttur, Björgvins Víkingssonar, Hjördísar Ólafsdóttur, Hallgríms Egilssonar og Hafdísar Óskar Pétursdóttur sem manna varastjórn.

Nafnarnir Gunnar Sigurðsson og Gunnar Þór Gestsson, þingforsetar
Guðmunda Ólafsdóttir, formaður allsherjarnefndar, Rannveig Oddsdóttir, þingritari og Gunnar Þór þingforseti að störfum
Freyr Ólafsson formaður FRÍ ný endurkjörinn við frjálsíþróttavöllinn á Sauðárkróki

Penni

2

min lestur

Deila

Freyr formaður í fimmta sinn

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Dæmi um leit