Fréttir af Vormóti Fjölnis 14 ára og yngri

Keppt var í 60m/80m spretthlaupum, langstökki, kúluvarpi og 600m/800m hlaupum í aldursflokkunum 11-12 ára og 13-14 ára. Alls tóku vel yfir hundrað keppendur frá 8 félögum þátt í mótinu sem er mjög svipaður fjöldi og árið áður.
Besta afreki mótsins náði Hilmar Örn Jónsson ÍR þegar hann kastaði 3 kg kúlu 14,50 m. Mótshaldarar vilja koma þakklæti á framfæri til allra þátttakenda á mótinu.
Nánari úrslit á mótaforriti FRÍ hér.

FRÍ Author