Fréttir af fyrri degi Meistaramóts Íslands

 Af öðrum árangri ber helst að nefna að Einar Daði Lárusson ÍR bætti árangur sinn um 1 cm í hástökki með stökki upp á 2,05 m. Þá urðu persónulegar bætingar í spjótkasti karla hjá Guðmundi Sverrissyni ÍR sem kastaði 72,11 m og Erni Davíðssyni FH sem kastaði 71,50 m. Jafnframt urðu persónulegar bætingar í 100 m grindahlaupi kvenna hjá Fjólu Signýju Hannesdóttur HSK/Selfossi á tímanum 14,47 sek, Sveinbjörgu Zophaníasdóttur FH á tímanum 14,88 sek og Örnu Stefaníu Guðmundsdóttur á tímanum 14,91 sek. Ný mótsmet voru sett í báðum boðhlaupunum hjá A-kvennasveit ÍR með tímanum 47,92 s og A-karlasveit FH með tímanum 42,24 s.

Stigakeppnin stendur þannig eftir fyrri dag að ÍR er með mikla forystu í karlaflokki með 11.790 stig en FH leiðir stigakeppnina í kvennaflokki með 9844 stig. Í samanlagðri stigakeppni hefur ÍR forystur með 20.064 stig. 

FRÍ Author