Fréttaskýring frá öðrum keppnisdegi á Kýpur

Eins og fram kom í fréttum hér á síðunni í gær frá öðrum keppnisdegi á Kýpur þá voru nokkur úrslit sem þurftu nánari útskýringa við, við höfum nú fengið útskýringar á tíma Einars Daða í 110m grindahlaupi og afhverju Stefán Guðmundsson þurfti að hætta keppni í sinni aðalgrein, 3000m hindrunarhlaupi.
 
Einar Daði hljóp 110m grindina mjög vel fram að 9. grind og var í hörkubaráttu um 2. sætið í hlaupinu, en rak sig í hana og datt, en stóð upp aftur og kláraði hlaupið. Sá sem hann var í baráttu við um annað sætið kom í mark á 14,22 sek., þannig að ljóst er að Einar hefi stórbætt sig ef allt hefi gengið upp.
 
Stefán Guðmundsson rak héð í aðra hindrun og varð að hætta hlaupinu vegna þess. Hann reiknar þó með að geta hlaupið 1500m á morgun.
 
Þá fór Björgvin Víkingsson fór bara í startblokkirnar í 110m grindahlaupinu, þar sem hann þurfti að taka þátt í hlaupinu til að mega taka þátt í 4x400m boðhlaupinu á morgun vegna þeirra reglna sem gilda í keppninni.

FRÍ Author