Frestun Level II þjálfaranámskeiðsins til hausts 2016

Eftir samráð Alberto Borges við yfirmann fræðslumála hjá IAAF GünterLange, leggur Alberto til frestun Level II námskeiðsins sem auglýst var að haldi yrði nú á vormánuðum til hausts. Rökin eru að IAAF er að gera mikilvægar breytingar á kennsluplaninu sem taka gildi í sumar og uppfæra kennsluefnið.
 
Með því að fresta námskeiðinu og hafa það að hausti eins og víðast hvar annarstaðar gefst einnig tækifæri til að undirbúa námskeið betur í samráði við IAAF.
 
Mikilvægast er þó að námskeiðið verður þá ný uppfært sem nýtist þjálfurum betur til framtíðar.
 

FRÍ Author