Frestun á Vormóti HSK!

Vormót HSK sem fara átti fram nú í kvöld verður frestað um einn dag. Vormótið telst vera bætingamót og ljóst er að engar bætingar munu líta dagsins ljós í svona miklu roki. Mótið verður opnað aftur fyrir skráningu á mótaforritinu og verður opið til miðnættis í kvöld svo fólk geti afskráð sig ef það kemst ekki, eða ef fleiri vilja skrá sig.

Það er leiðinlegt að þurfa að fresta mótinu aftur en vonandi verður árangurinn betri fyrir vikið. Ef einhverjar spurningar koma upp má hafa samband við Guðmundu í síma 8469775 eða gudmunda89@gmail.com.
Kv. Guðmunda Ólafs. Frjálsíþróttaráði HSK