Frestun á mótum á vegum FRÍ

Næstkomandi laugardag átti að fara fram Meistaramót Íslands í Víðavangshlaupum en vegna hertra aðgerða stjórnvalda hefur verið ákveðið að fresta hlaupinu. FRÍ vill með frestuninni sýna ábyrgð og koma í veg fyrir mögulegar smitleiðir þar sem í hlaupum sem þessum koma saman blandaðir hópar. Staðan verður endurskoðuð þegar ný reglugerð frá Heilbrigðisráðuneytinu k verður gefin út.

Einnig hefur verið ákveðið að fresta Meistaramóti Íslands 11-14 ára sem átti að fara fram 17.-18.október af sömu ástæðum. Staðan verður einnig endurskoðuð með útkomu nýrra reglugerðar.

Reglugerðin vegna hertari aðgerða sem tók í gildi 7.október má finna hér.