Frestun á MÍ 11-14 ára

Stjórn FRÍ hefur nú fengið staðfest frá Frjálsíþróttadeild FH, mótshaldara MÍ 11-14 ára, að deildin getur ekki haldið mótið eins og til stóð. Með þessum fyrirvara og við þessar aðstæður er ekki möguleiki á að finna annan mótshaldara og hefur stjórn því ákveðið að fresta mótinu um óákveðinn tíma. Líkleg dagsetning fyrir mót er lok október.