00:00

Skráning á Kids’ Atletics daginn á netskraning.is

Framtíðar leiðtogar

Penni

< 1

min lestur

Deila

Framtíðar leiðtogar

Framtíðar leiðtogar (e. future leaders) er verkefni á vegum Evrópska frjálsíþróttasambandsins (e. European Athletics) sem hefur það að markmiði að fræða og móta ungmenni sem framtíðar leiðtoga innan frjálsíþróttahreyfingarnar.

Verkefnið skiptist í tvo hluta; undirbúningsvinnu (ýmis verkefni) og málþing. Málþingið fer fram 8.-13. júní í Róm samhliða Evrópumeistaramótinu en þar verður farið yfir ýmis viðfangsefni sem skipta máli fyrir leiðtoga í frjálsíþróttum. Hér má nefna leiðtogahæfileika og þekkingu, skipulagningu viðburða, tækni, hættustjórnun, stjórnarhætti, vernd (e. safeguarding) og sjálfbærni. Þátttakendur læra um gildi íþrótta og samfélagsþjónustu og fá þau tæki og tól til að hrinda eigin hugmyndum í framkvæmd.

Umsækjandi þarf að uppfylla ákveðinn skilyrði:

  • Vera á aldrinum 20-30 ára
  • Vera með mjög góð tök á ensku
  • Vera með góða þekkingu á Frjálsíþróttasambandi Íslands (FRÍ)
  • Vera virkur meðlimur í frjálsíþróttahreyfingunni á Íslandi
  • Vera opinn, með jákvætt viðhorf og frumkvæði
  • Vera viljugur í að taka þátt í verkefnum á vegum FRÍ

Síðasti dagur til að senda inn umsókn er 13. febrúar.

Nánari upplýsingar veitir Íris Berg Bryde, verkefnastjóri FRÍ, iris@fri.is

Skráning fer fram hér.

Penni

< 1

min lestur

Deila

Framtíðar leiðtogar

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit