Framfaraviðurkenning á Stórmóti ÍR vekur athygli og þykir skemmtileg og hvetjandi

Við verðlaunaafhendingu á Stórmóti ÍR hefur vakið athygli að oft eru kallaðir upp fjórir einstaklingar. Þrír til að taka við hefðbundnum verðlaunapeningum (gulli, silfri og bronsi) og svo mögulega sá fjórði til að veita viðtöku viðurkenningu fyrir mestu framfarir í greininni á mótinu. Og gildir þá einu í hvaða sæti sá einstaklingur hafnaði í keppninni.  Viðurkenningunni er ætlað að varpa ljósi á þá áherslu í frjálsíþróttastarfinu að persónulegar framfarir og atgervisaukning einstaklinga á öllum getustigum er eitt af höfuðmarkmiðum frjálsíþróttastarfsins þar sem allir hafa hlutvek, enginn situr á varamennabekk og kynjamismunun fær ekki þrifist. Einhugur er meðal sambandsaðila um að viðurkenning af þessum toga sé vel til fundin og að æskilegt sé að koma henni fyrir í mótahaldinu með formlegri hætti en tíðkast hefur á frjálsíþróttamótum almennt til þessa. Frjálsíþróttadeild Ármanns veitti sambærilega viðurkenningu á móti hjá sér fyrr í vetur.

FRÍ Author