Fræðsla hjá Framförum

Í fyrra erindinu mun Friðleifur Friðleifsson fjalla um reynslu sína af utanvegahlaupum með sérstaka áherslu á CCC- hlaupið sem hann tók þátt í sumarið 2013. Hann mun fjalla um undirbúning, æfingaáætlun og keppnir sem og upplifun sína af CCC-hlaupinu sem er hlaupið við rætur Mount Blanc.
 
Í því seinna mun Sigurður Pétur Sigmundsson þjálfari og fyrrverandi Íslandsmethafi í maraþonhlaupi fjalla um þjálfun þeirra sem stefna á mismunandi tíma í maraþonum. Fyrirlestur hans nefnist „Hvað þarf til að hlaupa maraþonhlaup á 3:30 klst., 3:15 klst. og undir 3 klst.“
 
Aðgangseyrir er 1000 kr. og rennur hann óskiptur til styrktar þátttakendum á HM í hálfu maraþoni sem fram fer í Kaupmannahöfn 29. mars nk.

FRÍ Author