Frábær þátttaka í Miðnæturhlaupi Powerade á þriðjudagskvöld

Miðnæturhlaup Powerade fór fram í Laugardalnum sl. þriðjudagskvöld í fínu veðri.
Miðnætursólin lét sjá sig öðru hvoru og veður hélst þurrt á meðan hlaupið fór fram þrátt fyrir spár um annað.
Skráning í hlaupið var framar björtustu vonum en alls tóku rúmlega 1300 hlauparar þátt í hlaupinu.
Í fyrra tóku um 830 þátt í því og því er um verulega fjölgun milli ára að ræða.
 
Keppnisvegalengdir hlaupsins voru tvær, 5 og 10 km, en einnig var boðið uppá 3 km skemmtiskokk án tímatöku.
Fyrstu hlauparar í mark voru eftirfarandi.
 
10 km – konur
1. Arndís Ýr Hafþórsdóttir, 37:50
2. Margrét Elíasdóttir, 41:40
3. Eva Margrét Einarsdóttir, 41:53
 
10 km – karlar
1. Sigurður Hansen, 33:45
2. Birkir Marteinsson, 34:09
3. Jósep Magnússon, 34:49
 
5 km – konur
1. Tinna Rut Guðmundsdóttir 21.03
2. Alma María Rögnvaldsdóttir 21.48
3. Ellen Hansen 22.02
 
5 km – karlar
1. Niklas Jakobson, 17:15
2. Steinn Jóhannsson, 17:17
3. Torben Gregersen, 17:29
 
Svo mikil aðsókn var í keppnisvegalengdir hlaupsins að hlaupnúmer og tímatökuflögur kláruðust.
Uppselt varð því í þessar vegalengdir. Beðist er velvirðingar á því að einhverjir þurftu frá að hverfa.
Frjálsíþróttadeildir Ungmennafélagsins Fjölnis og Glímufélagsins Ármanns önnuðust framkvæmd hlaupsins.
 
Heildarúrslit Miðnæturhlaups Powerade 2009 verða birt á marathon.is um leið og úrvinnslu lýkur.
 
Myndirnar eru af Sigurði Hansen og Arndísi Ýr Hafþórsdóttur, sigurvegurum í 10 km hlaupi karla og kvenna og
af hópnum skömmu fyrir ræsingu hlaupins við Pylsuvagninn í Laugardal.
 
Fréttin er frá frjálsíþróttadeildum Ármanns og Fjölnis.

FRÍ Author