Frábær byrjun hjá Sveinbjörgu í Tallinn

Samanburður við annan árangur Sveinbjargar: 

 

Hún hljóp nærri sínum besta árangri í 100 m grindarhlaupi (84 cm) sem hún náði í Evrópubikarkeppninni í fjölþrautum í fyrra, en þá hljóp hún á 15,43 sek. Hún hljóp hins vegar á 15,76 sek.  í Evrópubikarkeppninni í fjölþratum Ribeira Brave 2. júlí sl. Best á hún 1,70 m í hástökki en fór í dag 1,69 m, svo hún er alveg við sinn besta persónulega árangur. Síðast fór kúlan 11,60 m. Í 200 m hlaupi á hún best 25,98 sek og er því aðeins 8/100 frá sínum besta árangri í greininni, sem hún náði í byrjun mánðarins í Ribeira Brave.

 

Hægt er að fylgjast með keppninni bein á heimasíðu Frjálsíþrótttasambands Evrópu bæði í beinni sjónvarpsútsendingu og með úrslitum sem birt eru jafnóðum.

 

Sveinbjörg hefur keppni kl. 10:30 að íslenskum tíma í dag, laugardag.

FRÍ Author