Tvö aldursflokkamet og fjöldi verðlauna.

Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir keppti í undanriðlum í 200m hlaupi og bætti sinn besta árangur þegar hún hljóp á 24,88 sek. og keppir í úrslitum á morgun laugardag. Hafdís Sigurðardóttir stökk 6,09m í langstökki og bætti sinn besta árangur og náði bronsinu.  Sveinbjörg Zophoníasdóttir keppti einnig í langstökki og stökk 6,07m og varð í fjórða sæti en þær skiptust á þriðja og fjórða sæti í keppninni.  Ívar Kristinn Jasonarson stórbætti sinn persónulegan árangur í 200m hlaupi utanhúss þegar hann hljóp á 21,96 sek og flaug inn í úrslit. Örn Davíðsson keppti í kringlukasti og kastaði 45,67m og varð í þriðja sæti og er alveg við hans besta árangur í greininni.  Einar Daði Lárusson keppti einnig í kringlukasti og bætti sinn persónulega árangur þegar hann kastaði 38,98m. 
 
Stefanía Valdimarsdóttir keppti í 400m grindarhlaupi og varð í öðru sæti á tímanum 63,76 sek. og fékk silfurverðlaun eftir mjög harða keppni.
 
Frábær dagur að baki, frábært landslið þar sem flestir eru að bæta sinn persónulegan árangur.
 
Nú er dagur að kveldi kominn og keppendur löngu farnir í háttinn 😉
 
Bætingarkveðjur frá teyminu,
 
Unnur, Eggert og Þorvaldur. 
 
 
 
 

FRÍ Author