Frábær árangur á Reykjavík International Games

Aðrir árangrar voru eftirfarandi:

Í langstökki karla bar Kristinn Torfason sigur úr bítum með stökk uppá 7,68m sem er nýtt mótsmet. Annar var Morten Jensen sem stökk 7,61m og þriðji Ezekiel Ewulo með 7,42.
Ellinore Hallin frá Svíþjóð sigraði 60m grindahlaup kvenna á nýju mótsmeti 8,66s
Lena Berntsson frá Svíþjóð sigraði 60m hlaup kvenna á tímanum 7,60s
Mark Johnson sem er með tvöfalt ríkisfang, íslenskt og bandarískt, sigraði stangarstökk karla á nýju mótsmeti, 5m
Jolanda Keizer frá Hollandi sigraði kúluvarp kvenna með kast upp á 14,67m
Óli Tómas Freysson, FH, vann 60m hlaup á tímanum 6,99s
Þorbergur Ingi Jónsson, ÍR, sigraði 3000m hlaup karla á tímanum 8:41,19s
Helga Margrét Þorsteinsdóttir, Ármanni, sigraði hástökk kvenna en hún stökk 1,73m
Björn Margeirsson, UMSS, sigraði 800m hlaup karla á nýjumótsmeti 1:53,72s
Richard Yates frá Bretlandi sigraði 400m hlaup karla á nýju mótsmeti 48,32s
Sveit UMSK sigraði 4x200m boðhlaup karla á tímanum 1:30,95
Hafdís Sigurðardóttir, UFA, sigraði langstökk kvenna en bætti hún bæði sinn persónulega árangur og mótsmetið í greininni þegar hún stökk 6,14m
Stefanía Valdimarsdóttir, Breiðablik, sigraði 400m hlaup kvenna á tímanum 56,96s
Þórdís Eva Steinsdóttir, FH, setti nýtt Íslandsmet í 800m hlaupi í flokki 12 ára stúlkna þegar hún hljóp vegalengdina á 2:25,37,
Valdimar Ingi Jónsson, Fjölni, sigraði 800m hlaup pilta í flokki 13 – 14 ára á tímanum 2:14,03

FRÍ Author